Víkingur lætur gamminn geisa 10. september 2010 04:00 Sinfónían byrjar vetrardagskrána með trukki. Fréttablaðið/stefán Sinfóníuhljómsveit Íslands stefnir á að vera í sínu allra besta formi þegar hún flytur í Hörpu í vor. Hljómsveitin byrjar starfsárið af krafti í kvöld, þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur meðal annars öndvegisverk eftir Liszt og Rakmaninoff. Fjölbreytt dagskrá er á upphafs-tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur eitt af öndvegisverkum Franz Liszt fyrir píanó og hljómsveit, sem og Paganini-rapsódíu Rakmaninoffs. Litrík balletttónlist Stravinskíjs við Eldfuglinn setur endapunktinn við efnisskrána. Að sögn Árna Heimis Ingólfssonar tónlistarstjóra vildi Sinfónían byrja starfsárið af krafti. „Þetta eru glæsiverk af ýmsum toga,“ segir hann. „Víkingur Heiðar Ólafsson fær að láta gamminn geisa og við byrjum veturinn með trukki. Gefum tóninn fyrir árið og gefum svo í.“ Þetta er síðasta árið sem Sinfóníuhljómsveitin verður til húsa í Háskólabíói en í vor flytur hún í tónlistarhúsið Hörpu. Árni Heimir segir mikla eftirvæntingu meðal hljómsveitarmeðlima. „Þetta er auðvitað búin að vera löng bið. Háskólabíó hefur verið heimili hljómsveitarinnar í næstum því fimmtíu ár. Það er því mikið tilhlökkunarefni að fá loksins aðstöðu sem sæmir því starfi sem er unnið hér.“ Árni Heimir segir stór og litrík hljómsveitarverk verða í öndvegi í vetur, þar sem mikill massi ólíkra hljóðfæra fái að njóta sín, til dæmis tvær sinfóníur eftir Mahler; Rómeó og Júlíu Prokofíevs, sinfóníur eftir Sjostakovitsj og Porgy og Bess eftir Gerswhin-bræður, sem hefur verið kallað fyrsta bandaríska óperan. „Við ætlum að reyna að spanna eins vítt svið og við getum í ár,“ segir Árni Heimir. „Sýna eins margar hliðar á okkar starfsemi og mögulegt er. Við fáum líka fullt af frábærum hljómsveitarstjórum og einleikurum til liðs við okkur og stefnum á að vera í okkar allra besta formi þegar við flytjum í Hörpu í vor.“ Uppselt er á upphafstónleika Sinfóníunnar í kvöld en þeim verður útvarpað á Rás eitt. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands stefnir á að vera í sínu allra besta formi þegar hún flytur í Hörpu í vor. Hljómsveitin byrjar starfsárið af krafti í kvöld, þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur meðal annars öndvegisverk eftir Liszt og Rakmaninoff. Fjölbreytt dagskrá er á upphafs-tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur eitt af öndvegisverkum Franz Liszt fyrir píanó og hljómsveit, sem og Paganini-rapsódíu Rakmaninoffs. Litrík balletttónlist Stravinskíjs við Eldfuglinn setur endapunktinn við efnisskrána. Að sögn Árna Heimis Ingólfssonar tónlistarstjóra vildi Sinfónían byrja starfsárið af krafti. „Þetta eru glæsiverk af ýmsum toga,“ segir hann. „Víkingur Heiðar Ólafsson fær að láta gamminn geisa og við byrjum veturinn með trukki. Gefum tóninn fyrir árið og gefum svo í.“ Þetta er síðasta árið sem Sinfóníuhljómsveitin verður til húsa í Háskólabíói en í vor flytur hún í tónlistarhúsið Hörpu. Árni Heimir segir mikla eftirvæntingu meðal hljómsveitarmeðlima. „Þetta er auðvitað búin að vera löng bið. Háskólabíó hefur verið heimili hljómsveitarinnar í næstum því fimmtíu ár. Það er því mikið tilhlökkunarefni að fá loksins aðstöðu sem sæmir því starfi sem er unnið hér.“ Árni Heimir segir stór og litrík hljómsveitarverk verða í öndvegi í vetur, þar sem mikill massi ólíkra hljóðfæra fái að njóta sín, til dæmis tvær sinfóníur eftir Mahler; Rómeó og Júlíu Prokofíevs, sinfóníur eftir Sjostakovitsj og Porgy og Bess eftir Gerswhin-bræður, sem hefur verið kallað fyrsta bandaríska óperan. „Við ætlum að reyna að spanna eins vítt svið og við getum í ár,“ segir Árni Heimir. „Sýna eins margar hliðar á okkar starfsemi og mögulegt er. Við fáum líka fullt af frábærum hljómsveitarstjórum og einleikurum til liðs við okkur og stefnum á að vera í okkar allra besta formi þegar við flytjum í Hörpu í vor.“ Uppselt er á upphafstónleika Sinfóníunnar í kvöld en þeim verður útvarpað á Rás eitt. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira