Red Bull vill halda í blómstrandi Webber 17. maí 2010 10:06 Mark Webber fagnar sigri í Mónakó í gær. mynd: Getty Images Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu. Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu.
Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira