Erlent

Bygging sjúkrahúss í Árósum orðin að hneyksli

Mikið hneyksli er komið upp í tengslum við metnaðarfulla byggingu hátæknisjúkrahúss í Árósum. Byggingarverktakinn er gjaldþrota og munu danskir skattborgarar þurfa að borga 250 milljónir danskra króna eða um 5 milljarða króna sökum þess.

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir að yfirvöld á Mið-Jótlandi þurfi nú að skera niður fjárlög sín um 300 milljónir danskra króna vegna málsins.

Bygging sjúkrahússins er vart hafin en búið er að reka tvo embættismenn sem báru ábyrgð á málinu fyrir hönd hins opinbera.

Ætlunin var að sameina öll sjúkrahús í Árósum í eitt með þessari byggingu en einhver bið verður á þeim áformum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×