Viðskipti innlent

Ekortum bannað að birta samanburðarauglýsingu

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni bannað birtingu auglýsinga þar sem borin eru saman ávinningur og fríðindi korthafa e-Vildarkorta og Classic Icelandair American Express.

Í frétt um málið á vefsíðu Neytendastofu segir að stofan taldi myndræna framsetningu á ávinningnum villandi þar sem hún gaf til kynna að ávinningur korthafa e-Vildarkorta væri meiri en hann raunverulega er í samanburði við Classic Icelandair American Express.

Neytendastofa taldi auglýsinguna einnig brjóta gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem í samanburðinum var ekki tekið tillit til sérkjara korthafa Classic Icelandair American Express sem sambærileg eru sérkjörum korthafa e-Vildarkorta og komu fram í auglýsingunni.

Neytendastofa bannaði einnig notkun á slagorðinu „e-Vildarkortið kemur vel út - heima og heiman" þar sem stofnunin telur það gefa ranglega til kynna að ávinningur hljótist af viðskiptum erlendis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×