Erlent

BP tókst að koma tappa á olíulekann í Mexíkóflóa

BP olíufélaginu hefur tekist að koma fyrir sérhönnuðum tappa á olíuleiðsluna sem lekur olíu út í Mexíkóflóa. Aðgerð sem þessi hefur aldrei verið reynd áður en nokkur tími þarf að líða til að sjá hvort hún hafi borið árangur.

Tony Hayward forstjóri BP er hóflega bjartsýnn á að aðgerðin takist þótt hann viðurkenni að félagið sé að renna nokkuð blint í sjóinn með henni.

Von er á Barack Obama bandaríkjaforseta til Mexíkóflóans í dag en það yrði þriðja heimsókn hans á svæðið frá því að lekinn hófst fyrir sex vikum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×