Batamerki í PISA-könnun 8. desember 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir Íslenskir grunnskólanemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar. Rannsóknin var gerð í fyrravor, en leitast var við að varpa ljósi á lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland tók þátt í rannsókninni í fjórða sinn og sýndu síðustu tvær skýrslur, frá 2003 og 2006, að lesskilningi barna hér á landi hrakaði. Í þessari nýjustu könnun er Ísland í ellefta sæti af 68 löndum, sem tóku þátt í könnuninni, þar af í níunda sæti af 33 OECD-löndum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé gleðiefni að þeirri þróun sé snúið við og Íslendingar séu komnir aftur á sama stig og í fyrstu könnuninni sem var gerð árið 2000. „Stóru jákvæðu tíðindin eru hvað íslenskum ungmennum fer fram í lesskilningi. Við stöndum í stað í stærðfræði og náttúrufræði, þar sem við erum aðeins undir meðallagi. Það er ábending um að við þurfum að gera betur þar.“ Katrín segir erfitt að sjá strax hverju má þakka þennan árangur og sjálfsagt sé engin ein skýring. „Mörg sveitarfélög hafa til dæmis lagt mikla áherslu á lesskilning í skólum sínum og svo höfum við í ráðuneytinu líka verið að vinna að málum sem tengjast bæði lestrarörðugleikum og einnig hvernig efla megi læsi. Sú vinna er svo að skila sér inn í nýja námsskrá, sem ég vona að geti gengið í gildi í vor, en þar er læsi ein af grunnstoðunum.“ Katrín veltir líka upp þeirri spurningu hvort skýringa sé að leita í samfélagslegum áhrifum kreppunnar. „Þessi könnun er tekin í mars 2009, á sama tíma og við vorum að sjá að börn hér á landi eyddu mun meiri tíma með foreldrum sínum og því eru þau kannski bara að lesa meira.“ Katrín segir þó allt of fljótt að segja til um slíkt, en í framhaldinu verða niðurstöður könnunarinnar greindar nánar. Slæmu fréttinar í könnuninni eru hins vegar aukinn breytileiki milli skóla og að að mikill munur er enn á frammistöðu innfæddra og innflytjenda. „Frammistaða barna innflytjenda er sérstakt áhyggjuefni,“ segir Katrín. „Við erum ekki frábrugðin öðrum löndum hvað þetta varðar en getum vafalaust gert betur. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Íslenskir grunnskólanemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðu nýrrar PISA-rannsóknar. Rannsóknin var gerð í fyrravor, en leitast var við að varpa ljósi á lesskilning og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda. Ísland tók þátt í rannsókninni í fjórða sinn og sýndu síðustu tvær skýrslur, frá 2003 og 2006, að lesskilningi barna hér á landi hrakaði. Í þessari nýjustu könnun er Ísland í ellefta sæti af 68 löndum, sem tóku þátt í könnuninni, þar af í níunda sæti af 33 OECD-löndum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé gleðiefni að þeirri þróun sé snúið við og Íslendingar séu komnir aftur á sama stig og í fyrstu könnuninni sem var gerð árið 2000. „Stóru jákvæðu tíðindin eru hvað íslenskum ungmennum fer fram í lesskilningi. Við stöndum í stað í stærðfræði og náttúrufræði, þar sem við erum aðeins undir meðallagi. Það er ábending um að við þurfum að gera betur þar.“ Katrín segir erfitt að sjá strax hverju má þakka þennan árangur og sjálfsagt sé engin ein skýring. „Mörg sveitarfélög hafa til dæmis lagt mikla áherslu á lesskilning í skólum sínum og svo höfum við í ráðuneytinu líka verið að vinna að málum sem tengjast bæði lestrarörðugleikum og einnig hvernig efla megi læsi. Sú vinna er svo að skila sér inn í nýja námsskrá, sem ég vona að geti gengið í gildi í vor, en þar er læsi ein af grunnstoðunum.“ Katrín veltir líka upp þeirri spurningu hvort skýringa sé að leita í samfélagslegum áhrifum kreppunnar. „Þessi könnun er tekin í mars 2009, á sama tíma og við vorum að sjá að börn hér á landi eyddu mun meiri tíma með foreldrum sínum og því eru þau kannski bara að lesa meira.“ Katrín segir þó allt of fljótt að segja til um slíkt, en í framhaldinu verða niðurstöður könnunarinnar greindar nánar. Slæmu fréttinar í könnuninni eru hins vegar aukinn breytileiki milli skóla og að að mikill munur er enn á frammistöðu innfæddra og innflytjenda. „Frammistaða barna innflytjenda er sérstakt áhyggjuefni,“ segir Katrín. „Við erum ekki frábrugðin öðrum löndum hvað þetta varðar en getum vafalaust gert betur. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira