Erlent

Íran að verða herstjórnarríki

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Hún er á ferðalagi um arabalönd.
fréttablaðið/AP
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Hún er á ferðalagi um arabalönd. fréttablaðið/AP

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Íran sé á góðri leið með að verða hernaðarlegt einræðisríki.

Byltingarher landsins hafi það mikil áhrif í landinu að hann sé í reynd langt kominn með að taka öll völd í sínar hendur.

„Það er okkar skoðun," sagði hún við arabíska námsmenn í Katar, þar sem hún hélt ræðu.

Hún sagði hins vegar ekkert hæft í því að Bandaríkin væru að undirbúa innrás í Íran. Bandaríkin vilji herða alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn írönskum stjórnvöldum vegna langvinnra deilna um kjarnorkumál.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×