Erlent

Tala látinna komin í 150 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta mánaðargamla barn komst lifandi úr skjálftanum. Mynd/ AFP.
Þetta mánaðargamla barn komst lifandi úr skjálftanum. Mynd/ AFP.
Tala látinna í Port-au-Prince höfuðborg Haítí er komin í 150 þúsund, að því er fréttastofa BBC greinir frá.

Upplýsingamálaráðherra Haítí, Marie-Laurence Jocelyn Lassegue, segir að talan sé byggð á fjölda líka sem hafa fundist í höfuðborginni og við hana.

Búist er við því að talan eigi eftir að hækka. Margfalt fleiri lík séu í húsarústum í höfuðborginni og víðar, þar á meðal í borgunum Jacmel og Leogane.

Leit að fólki hefur verið hætt og nú einbeita hjálparstarfsmenn sér að því að aðstoða þá sem eftir lifa.

Hins vegar fannst 24 ára gamall karlmaður í rústum hótels í gær, ellefu dögum eftir skjálftann mikla. Björgunarmenn segja að það sé nánast kraftaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×