Erlent

Lést í sleðaslysi í Vancouver

Keppandi frá Georgíu í sleðakeppni á Ólympíuleikunum í Vancouver sem hefjast í nótt lést á æfingu í dag.

Hinn 21 árs gamli Nodar Kumaritashvili flaug út úr brautinni á 145 kílómetra hraða og lenti á járnsúlu þegar hann fór í seinni æfingaferð sína.

Sjúkraliðar veittu honum fyrstu hjálp á staðnum áður en hann var fluttur með sjúkrabíl á gjörgæsludeild. Hann lést skömmu síðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×