Erlent

Reynt að bjarga 60 strönduðum grindhvölum á Nýja Sjálandi

Tæplega 60 grindhvalir eiga á hættu að drepast eftir að þeir syntu á land á Nýja Sjálandi um 300 km norður af borginni Auckland.Þeir liggja nú á ströndinni við Spiritus flóann.

Upphafleg taldi hópurinn 80 dýr en 25 þeirra hafa þegar drepist. Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa óskað eftir 100 sjálfboðaliðum en ætlunin er að reyna að bjarga þeim hvölum sem enn eru á lífi á ströndinni.

Mikill öldugangur við flóann hamlar því að hægt sé að draga hvalina af ströndinni og uppi eru hugmyndir um að flytja þá með vörubílum á stað þar sem öldurótið er ekki eins mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×