Handbolti

Vignir: Slökum ekki á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Vignir Svavarsson skorar eitt marka sinn á móti Rússum.
Vignir Svavarsson skorar eitt marka sinn á móti Rússum. Mynd/DIENER
Vignir Svavarsson segir að íslenska liðið muni ekki gefa tommu eftir í leik liðsins gegn því norska á EM í handbolta í dag.

Í húfi er sæti í undanúrslitum keppninnar en Íslandi dugar jafntefli til að komast þangað.

Vísir hitti á Vigni Svavarsson á hóteli íslenska landsliðsins í Vín í gær en þá var liðið á leið á einn af sínum mörgum fundum.

„Í gærkvöldi og fram að hádegi í dag [í gær] fengum við pásu sem var kærkomið og nauðsynlegt. Svo munum við greina leik norska liðsins á fundi og það verður svo annar fundur í kvöld. Ég hef fulla trú á að okkur takist að kortleggja þá í þaula."

„Og það þýðir ekkert að slaka á. Það bara kemur ekki til greina. Þetta verður úrslitaleikur fyrir okkur," sagði Vignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×