Handbolti

Ingimundur: Afar furðuleg dómgæsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Mynd/DIENER

Dómgæsla á mörgum leikjum Íslands á EM í handbolta í Austurríki hefur verið afar furðuleg, svo ekki sé meira sagt. Það var svo sannarlega tilfellið þegar að Ísland mætti Noregi í gær.

Ingimundur fékk tvær brottvísanir með skömmu millibili strax í fyrri hálfleik og kom ekkert við sögu í leiknum eftir það.

„Það var margt furðulegt í gangi í þessum leik,“ sagði Ingimundur við Vísi í dag. „Ekki bara hjá mér heldur fleirum.“

„En Vignir var sterkur þegar hann kom inn fyrir mig og var frábær í leiknum. Við unnum og það er fyrir öllu.“

„Það var þó afar erfitt að eiga við norsku línumennina og þar að auki hafði maður aldrei hugmynd um hvar maður hafði dómarana. Þeir voru ekki að fara eftir ákveðinni línu heldur gerðu bara það sem þeim sýndist.“

„Stundum mátti ekki gera neitt og svo nánast jarða línumennina í næstu sókn. Þetta var mjög furðulegt en ég held að það sem hafi skilið á milli er að við vorum bara klókari en norsku leikmennirnir.“

Ingimundur meiddist í nára í riðlakeppninni í Linz en segist vera orðinn góður af þeim meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×