Hver stendur vaktina? Kristín Sævarsdóttir skrifar 29. janúar 2010 10:16 „Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk," segir í niðurlagi draga skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birt var á vordögum síðasta árs. Þar var fjallað um efnahagsmál og pólitískt starf Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár. Afneitun Sjálfstæðismanna á orsökum hrunsins sem orðið hefur í íslensku samfélagi er með ólíkindum og undanfarin misseri hefur mér fundist sem öll viðleitni kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu gangi út á að fela eigin fótspor og þyngja enn meir spor ríkisstjórnarinnar í eyðimerkursandi endurreisnarinnar. Þeir tveir flokkar sem haldið hafa um stjórnartaumana á Íslandi undanfarna áratugi reyna með ráðum og dáð að beina athygli frá mistökum fortíðar til þeirra mála sem ríkisstjórnin er dæmd til að leysa svo að hægt sé að byggja upp efnahagslegan stöðugleika á næstu árum og áratugum. Þannig hefur stjórnarandstaðan hangið í margra mánaða málþófi vegna Icesave málsins sem orðið hefur til þess að ekkert þokast í öðrum og brýnum málum. Það hentar fyrrum stjórnarherrum að þjóðin sjái ekki skóginn fyrir trjám. Jafnaðarstefnan lifði af hrunið Íslensk þjóð veit að kapitalisminn hefur brugðist, þjóðin veit að græðgisvæðingin varð okkur að falli, þjóðin veit að það var einkavæðingarstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem hratt af stað þeirri atburðarrás sem við þekkjum öll of vel. Hrunið kenndi okkur margt og lærdómurinn mun áfram síast inn með grjónagrautnum og gluggabréfunum næstu árin og bragðið verður beiskt, það er staðreynd sem verður ekki umflúin. Hrunið hefur framkallað tortryggni, reiði og vantrú á stjórnmálamönnum. Einnig hefur það valdið því að margir halda því fram að hefðbundnir stjórnmálaflokkar séu úreltir og kominn tími til að við kjósum fólk á þing og í bæjarstjórnir sem ekki tilheyrir hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Ég held að tilraun Borgarahreyfingarinnar (Hreyfingarinnar) hafi sýnt að sú er ekki raunin. Til er fólk í öllum flokkum (og utan flokka) sem ekki hefur getu til að standa vörð um almannahagsmuni og hefur ekkert nýtt fram að færa sem fyrirfinnst ekki í stjórnmálaflokkum landsins. Einnig fyrirfinnast margir stjórnmálamenn sem standa vörð um hugsjónir sínar og vinna af einlægni fyrir fólkið í landinu. Það má ekki gleymast í reiði hreinsunareldsins. Nýfrjálshyggjan hefur beðið skipbrot og finnum við Íslendingar sterklega fyrir því með dýpri kreppu, auknu atvinnuleysi og meiri vanlíðan almennings en fyrirfinnst í nágrannalöndum okkar. Í velferðarríkjunum í kringum okkur er jöfnuðurinn meiri og en annars staðar og grunnurinn sterkari sem gerir stjórnvöldum auðveldara að takast á við afleiðingar heimskeppunnar. Jafnaðarstefnan sannar enn gildi sitt og mun verða sá lykilþáttur sem Íslendingar getast sameinast um í endurreisn og tiltekt í íslensku stjórnkerfi og í efnahagslífi landsins. Jafnaðarstefnan sættir sig ekki við að almannahagsmunir séu látnir víkja fyrir hagsmunum erlendra eða innlendra fyrirtækja, banka eða stofnana. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu andvíg sérhagsmunum og byggir á réttlæti og að allir hafi jafnan rétt til þeirra lífsgæða sem samfélagið býður upp á.Tryggjum orkufyrirtæki í almannaeigu Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks seldi ríkið hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja með þeim skilyrðum að opinberir aðilar eða fyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki kaupa hlutinn. Þannig hófst einkavæðingarferli í orkugeiranum án þess að fyrir væri tryggt eignarhald opinberra aðila á auðlindum. Einkavæðingarforkólfum þessara flokka hefur sem betur fer ekki tekist það ætlunarverk sitt að einkavæða orkufyrirtæki landsins og það má þakka árvekni Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem stóð vaktina og lét ekki glepjast af gylliboðum frjálshyggjunnar. Sigrún Elsa hefur sýnt það með verkum sínum undanfarin ár að hún mun standa vörð um þessar grunnstoðir samfélagsins og tryggja almenningi að hagsmunir heildarinnar séu settir ofar einkahagsmunum. Það er mikil gæfa fyrir borgarbúa að þessi öfluga baráttukona hafi staðið vaktina í góðærinu. Við þurfum að tryggja að sú vakt verði staðin áfram á næsta kjörtímabili. Styðjum Sigrúnu Elsu í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun. Kristín Sævarsdóttir Höfundur er í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk," segir í niðurlagi draga skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birt var á vordögum síðasta árs. Þar var fjallað um efnahagsmál og pólitískt starf Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár. Afneitun Sjálfstæðismanna á orsökum hrunsins sem orðið hefur í íslensku samfélagi er með ólíkindum og undanfarin misseri hefur mér fundist sem öll viðleitni kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu gangi út á að fela eigin fótspor og þyngja enn meir spor ríkisstjórnarinnar í eyðimerkursandi endurreisnarinnar. Þeir tveir flokkar sem haldið hafa um stjórnartaumana á Íslandi undanfarna áratugi reyna með ráðum og dáð að beina athygli frá mistökum fortíðar til þeirra mála sem ríkisstjórnin er dæmd til að leysa svo að hægt sé að byggja upp efnahagslegan stöðugleika á næstu árum og áratugum. Þannig hefur stjórnarandstaðan hangið í margra mánaða málþófi vegna Icesave málsins sem orðið hefur til þess að ekkert þokast í öðrum og brýnum málum. Það hentar fyrrum stjórnarherrum að þjóðin sjái ekki skóginn fyrir trjám. Jafnaðarstefnan lifði af hrunið Íslensk þjóð veit að kapitalisminn hefur brugðist, þjóðin veit að græðgisvæðingin varð okkur að falli, þjóðin veit að það var einkavæðingarstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar sem hratt af stað þeirri atburðarrás sem við þekkjum öll of vel. Hrunið kenndi okkur margt og lærdómurinn mun áfram síast inn með grjónagrautnum og gluggabréfunum næstu árin og bragðið verður beiskt, það er staðreynd sem verður ekki umflúin. Hrunið hefur framkallað tortryggni, reiði og vantrú á stjórnmálamönnum. Einnig hefur það valdið því að margir halda því fram að hefðbundnir stjórnmálaflokkar séu úreltir og kominn tími til að við kjósum fólk á þing og í bæjarstjórnir sem ekki tilheyrir hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Ég held að tilraun Borgarahreyfingarinnar (Hreyfingarinnar) hafi sýnt að sú er ekki raunin. Til er fólk í öllum flokkum (og utan flokka) sem ekki hefur getu til að standa vörð um almannahagsmuni og hefur ekkert nýtt fram að færa sem fyrirfinnst ekki í stjórnmálaflokkum landsins. Einnig fyrirfinnast margir stjórnmálamenn sem standa vörð um hugsjónir sínar og vinna af einlægni fyrir fólkið í landinu. Það má ekki gleymast í reiði hreinsunareldsins. Nýfrjálshyggjan hefur beðið skipbrot og finnum við Íslendingar sterklega fyrir því með dýpri kreppu, auknu atvinnuleysi og meiri vanlíðan almennings en fyrirfinnst í nágrannalöndum okkar. Í velferðarríkjunum í kringum okkur er jöfnuðurinn meiri og en annars staðar og grunnurinn sterkari sem gerir stjórnvöldum auðveldara að takast á við afleiðingar heimskeppunnar. Jafnaðarstefnan sannar enn gildi sitt og mun verða sá lykilþáttur sem Íslendingar getast sameinast um í endurreisn og tiltekt í íslensku stjórnkerfi og í efnahagslífi landsins. Jafnaðarstefnan sættir sig ekki við að almannahagsmunir séu látnir víkja fyrir hagsmunum erlendra eða innlendra fyrirtækja, banka eða stofnana. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu andvíg sérhagsmunum og byggir á réttlæti og að allir hafi jafnan rétt til þeirra lífsgæða sem samfélagið býður upp á.Tryggjum orkufyrirtæki í almannaeigu Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks seldi ríkið hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja með þeim skilyrðum að opinberir aðilar eða fyrirtæki í opinberri eigu mættu ekki kaupa hlutinn. Þannig hófst einkavæðingarferli í orkugeiranum án þess að fyrir væri tryggt eignarhald opinberra aðila á auðlindum. Einkavæðingarforkólfum þessara flokka hefur sem betur fer ekki tekist það ætlunarverk sitt að einkavæða orkufyrirtæki landsins og það má þakka árvekni Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem stóð vaktina og lét ekki glepjast af gylliboðum frjálshyggjunnar. Sigrún Elsa hefur sýnt það með verkum sínum undanfarin ár að hún mun standa vörð um þessar grunnstoðir samfélagsins og tryggja almenningi að hagsmunir heildarinnar séu settir ofar einkahagsmunum. Það er mikil gæfa fyrir borgarbúa að þessi öfluga baráttukona hafi staðið vaktina í góðærinu. Við þurfum að tryggja að sú vakt verði staðin áfram á næsta kjörtímabili. Styðjum Sigrúnu Elsu í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á morgun. Kristín Sævarsdóttir Höfundur er í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar