Blindur leiðir haltan Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar 11. febrúar 2010 06:00 Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Haltur leiðir blindan er fremur geðfellt hugtak og merkir tvo einstaklinga sem báðir eru ófullkomnir en bæta hvor annan upp þegar þeir þokast áfram lífsveginn. Öllu óviðfelldnari er sú mynd að blindur hafi forystuna og leiði hinn halta á vegferðinni. Við þá hugsýn fer maður strax að óttast að slíkum tveimur einstaklingum hlekkist á. Á Íslandi hefur hið síðara orðið raunin og leiddi það til bankahruns. Siðblindingjar eru víst allt að 3.000 hér á landi, séu rannsóknir í Bandaríkjunum yfirfærðar á mannfjölda hér. Þeir siðblindu leiddu hina siðferðilega haltrandi sem reyndust nægilega margir til þess að hið ískyggilega ferðalag endaði í verulega harkalegum árekstri sem allir hér eru nú að blæða fyrir, fjárhagslega og andlega. Siðblindingjar geta víst ekki séð villu sína og eiga alltaf málsbætur sjálfum sér til handa, hversu slæmt sem framferði þeirra er gagnvart öðrum. Öllu einkennilegra er að þeir sem hafa sjón en eru siðferðilega haltrandi neiti að opna augun og viðurkenna hvað aflaga hefur farið á vegferðinni. Of margir neita að sjá villuna sem þeir létu leiða sig í. Sumir taka aukinheldur upp háttalag siðblindingjans og finna afsökun fyrir því alvarlega ástandi sem þeir hafa fyrir tilstilli siðblindingjans leitt yfir þjóð sína. Það er alltaf slæmt þegar hópar fólks láta gera sig þannig að hálfblindum hjarðdýrum sem ana áfram án þess að staldra við. Nú þarf fólk að opna augun og fá nýja sýn á framtíðina. Það er vænlegra til árangurs að skoða hvað aflaga hefur farið en gera útlendinga að blórabögglum fyrir vandræðum okkar. Varla skilar heldur góðum árangri að ráðast gegn því fólki sem er að reyna að rétta kúrsinn eftir villuferðina. Það er mikilvægt að varast aðferðir siðblindingja - upphrópanir og afneitun. Við þurfum vandað hugarfar til að móta nýtt Ísland og efnahagslegt svigrúm svo það takist. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar