Erlent

Dæmd í fangelsi fyrir að bíta ljósmóður í miðri fæðingu

Ljósmóðir. Mynd úr safni.
Ljósmóðir. Mynd úr safni.

Hin tuttugu og sex ára gamla Leanne Pennington var dæmd í tuttugu vikna fangelsi í Bretlandi í gær fyrir að bíta ljósmóður í handlegginn þegar hún var að aðstoða hana við fæðingu samkvæmt The Daily Mail.

Ljósmóðirin, Carolyn Burden, meiddist talsvert enda geta mannabit verið stórhættuleg. Burden lét strax gera að sárum sínum en fór svo aftur til Pennington og hjálpaði henni að koma barninu inn í heiminn þrátt fyrir bitið.

Spítalanum var ekki skemmt né Burden enda kom í ljós að Pennington var í áhættuhópi þannig Burden þurfti að gangast undir rannsóknir og skera úr um hvort hún væri sýkt af HIV veirunni eða lifrabólgu.

Ljósmóðirin var því frá vinnu í hálft ár á meðan beðið var eftir niðurstöðum. Til allra lukku reyndist hún ekki smituð.

Sjálf sagði Burden að ljósmæður væru berskjaldaðar gagnvart konum sem væru að fæða. Þetta væri hinsvegar einsdæmi en Pennington sökkti tönnunum mjög snögglega í handlegg Burdens í miðjum hríðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×