Handbolti

Sigur hjá Löwen en tap hjá liðum Kára og Andra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri skoraði tvö mörk af vítalínunni í dag.
Snorri skoraði tvö mörk af vítalínunni í dag.

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann sex marka sigur, 30-24, á HC Bosna BH Gas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk af vítalínunni en Ólafur Stefánsson komst ekki á blað. Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk spilaði sinn fyrsta leik fyrir Löwen í marga mánuði og skoraði tvö mörk.

Í sama riðli náði Kolding óvæntu jafntefli gegn Barcelona, 25-25. Barca og Löwen eru komin áfram í keppninni.

Evrópumeistarar Ciudad Real fóru illa með Andra Stefan og félaga í norska liðinu Fyllingen. Ciudad vann afar öruggan sigur, 17-39.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði síðan 3 mörk fyrir Amicitia Zurich sem tapaði naumlega fyrir Reale Ademar, 30-28.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×