Erlent

Gary Coleman látinn

Barnastjarnan fyrrverandi, Gary Coleman, er látinn, 42 ára að aldri. Coleman sló í gegn í bandarísku sjónvarpi í þáttunum „Diff'rent Strokes" en varð frægðinni að bráð eins og svo margar barnastjörnur. Hann stríddi við sjúkdóm sem leiddi til þess að hann var alla tíð mjög lágvaxinn og var hann oft skotspónn grínara vegna þess.

Coleman átti einnig í fjárhagsvandræðum þrátt fyrir frægðina og árið 1999 varð hann gjaldþrota. Eftir það átti hann erfitt uppdráttar og komst aðallega í fréttir vegna hneyklismála ýmisskonar.

Coleman lést úr heilablæðingu á spítala í Utah.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×