Erlent

Hvalveiðar fyrir Alþjóðadómstólinn

Óli Tynes skrifar

Ástralska ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga Japan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag vegna hvalveiða þeirra.

Ástralar halda því fram að hvalveiðar Japana í Suðurhöfum séu brot á alþjóðlegu banni við hvalveiðum í ábataskyni. Rök Japana um vísindaveiðar standist ekki.

Ástralar ætla að leggja fram kæruna í Haag í næstu viku. Í næsta mánuði heldur Alþjóða hvalveiðiráðið fund í Marokkó.

Þar verður meðal annars tekist á um tillögu um að leyfa hvalveiðar í ábataskyni en með ströndum kvótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×