Erlent

Fleiri handteknir í Pakistan

Mennirnir eru grunaðir um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí.
Mennirnir eru grunaðir um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí. Mynd/AP
Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið sex menn til viðbótar sem grunaðir eru um að tengjast hinu misheppnaða sprengjutilræði í New York 1. maí þegar sprengju var komið fyrir í jeppa á Times Square. Fimm menn höfðu áður verið handteknir í Pakistan í tengslum við málið.

Einn maður er í haldi bandarískra yfirvalda. Hann var handtekinn á JFK flugvellinum á leið til Dubai tveimur dögum eftir að sprengjan fannst. Maðurinn sem heitir Faisal Shahzad fæddist í Pakistan en hann fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×