Erlent

Stjórnendur Facebook gagnrýndir

Mynd/AFP
Stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook eru harðlega gagnrýndir fyrir að tryggja ekki persónuvernd notenda sinna. Forstjóri Facebook boðar breytingarnar.

undanfarnar vikur hafa verið haldnir margir krísufundir í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu en síðan hefur mætt háværri gagnrýni notenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir ekki hafa gert nægjanlega mikið til að verja einkalíf notenda. Ýmis samtök notenda og þeirra sem berjast fyrir persónuvernd telja að geri verði meiri breytingar á svokölluðum stillingum á samskiptasíðunni. Auka verði möguleika notenda til þess að verja sig fyrir því að fólk komist í persónuupplýsingar þeirra.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði á dögunum að uppsetningin á öryggismálum samskiptasíðunnar, sem snúa að notendum, hafi einfaldlega verið of flókin. Af þeim sökum muni Facebook einfalda kerfið til muna. Þá sagði Zuckerberg að ekkert væri hæft í þeim orðrómi að auglýsendur fái persónuupplýsingar um notendur hjá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×