Erlent

Eldgos í Guatemala

Mikið öskufall hefur orðið í höfuðborginni og hafa á annað þúsund íbúar þurft að flýja heimili sín.
Mikið öskufall hefur orðið í höfuðborginni og hafa á annað þúsund íbúar þurft að flýja heimili sín. Mynd/AP

Eldgos hófst í fjallinu Pacaya skammt frá höfuðborg Mið-Ameríkuríksins Guatemala í gærkvöldi. Mikið öskufall hefur orðið í höfuðborginni og hafa á annað þúsund íbúar þurft að flýja heimili sín. Þá hefur alþjóðaflugvellinum í borginni verið lokað. Eldfjallið er 25 kílómetra suður af höfuðborginni.

Tveir Íslendingar sem eru búsettir í Guatemala hafa haft samband við fréttastofu og segja að um sprengigos sé ræða og því fylgi gríðarlegt öskufall. Ekkert amar að þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×