Sum fátæk börn betri en önnur Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. desember 2010 06:00 Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun