Meint ástkona Pútíns verður forsíðustúlka Vogue 17. desember 2010 09:15 Forsíða janúarheftis rússneska Vogue er óneitanlega glæsileg en það er val blaðsins á forsíðufyrirsætu sem vekur einna mesta athygli. Nýráðinn ritstjóri rússnesku útgáfu tískuritsins Vogue ætlar að hefja ferilinn með stæl. Forsíðufyrirsæta fyrsta heftis ársins 2011 er Alina Kabajeva en hún er sögð ástkona forsætisráðherra Rússlands, Vladimírs Pútín. Þegar forsíðan á janúarútgáfu rússneska Vogue lak á netið tóku Rússar andköf þegar þeir sáu hver var forsíðustúlka tískuritsins. Hin 27 ára gamla Alina Kabajeva er þekkt fimleikastjarna í Rússlandi en ein heitasta slúðursaga þar í landi er meint ástarsamband hennar og Vladimírs Pútín forsætisráðherra. Einnig er talið að hann sé faðir tveggja ára gamals sonar hennar. Alina Kabajeva hefur verið sigursæl í fimleikum og á tvær medalíur frá Ólympíuleikunum, átján úr heimsmeistaramótum og 25 úr Evrópukeppnum. Það sem fyrst kveikti í slúðrinu var þegar Pútín bað um sérstakan einkafund með dömunni árið 2000 eftir að hún hafði misst fyrsta sætið á Ólympíuleikunum í Sidney úr höndum sér. Pútín vildi hughreysta hana. Á góðri stundu Vladimír Pútín sést hér heilsa fimleikastjörnunni og meintri ástkonu sinni, Alinu Kabajevu. Forsætisráðherrann hefur verið kvæntur í 27 ár eða jafnmörg ár og Kabajeva hefur lifað. Nordicphotos/afp Nýr ritstjóri Vogue, Viktoría Davídova, ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með val sitt á forsíðufyrirsætu en Pútín er ekki þekktur fyrir að hafa mikla þolinmæði gagnvart fréttaumfjöllun sem er ekki honum í hag. Fyrir tveimur árum birti slúðurblaðið Moskovsky Korrespondent forsíðufrétt um að Pútín hygðist skilja við eiginkonu sína til 27 ára og ganga að eiga fimleikadrottninguna. Skemmst er frá því að segja að blaðið lagði upp laupana strax daginn eftir. Það er því mál manna í Rússlandi að ritsjóri Vogue eigi að stíga varlega til jarðar og að þessi ákvörðun gæti orðið henni að falli. Það verður fróðlegt að sjá hvað framtíð rússneska Vogue ber í skauti sér. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Nýráðinn ritstjóri rússnesku útgáfu tískuritsins Vogue ætlar að hefja ferilinn með stæl. Forsíðufyrirsæta fyrsta heftis ársins 2011 er Alina Kabajeva en hún er sögð ástkona forsætisráðherra Rússlands, Vladimírs Pútín. Þegar forsíðan á janúarútgáfu rússneska Vogue lak á netið tóku Rússar andköf þegar þeir sáu hver var forsíðustúlka tískuritsins. Hin 27 ára gamla Alina Kabajeva er þekkt fimleikastjarna í Rússlandi en ein heitasta slúðursaga þar í landi er meint ástarsamband hennar og Vladimírs Pútín forsætisráðherra. Einnig er talið að hann sé faðir tveggja ára gamals sonar hennar. Alina Kabajeva hefur verið sigursæl í fimleikum og á tvær medalíur frá Ólympíuleikunum, átján úr heimsmeistaramótum og 25 úr Evrópukeppnum. Það sem fyrst kveikti í slúðrinu var þegar Pútín bað um sérstakan einkafund með dömunni árið 2000 eftir að hún hafði misst fyrsta sætið á Ólympíuleikunum í Sidney úr höndum sér. Pútín vildi hughreysta hana. Á góðri stundu Vladimír Pútín sést hér heilsa fimleikastjörnunni og meintri ástkonu sinni, Alinu Kabajevu. Forsætisráðherrann hefur verið kvæntur í 27 ár eða jafnmörg ár og Kabajeva hefur lifað. Nordicphotos/afp Nýr ritstjóri Vogue, Viktoría Davídova, ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með val sitt á forsíðufyrirsætu en Pútín er ekki þekktur fyrir að hafa mikla þolinmæði gagnvart fréttaumfjöllun sem er ekki honum í hag. Fyrir tveimur árum birti slúðurblaðið Moskovsky Korrespondent forsíðufrétt um að Pútín hygðist skilja við eiginkonu sína til 27 ára og ganga að eiga fimleikadrottninguna. Skemmst er frá því að segja að blaðið lagði upp laupana strax daginn eftir. Það er því mál manna í Rússlandi að ritsjóri Vogue eigi að stíga varlega til jarðar og að þessi ákvörðun gæti orðið henni að falli. Það verður fróðlegt að sjá hvað framtíð rússneska Vogue ber í skauti sér. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira