Erlent

Á þriðja tug látnir eftir uppþot í fangelsi

Mynd/AP
Að minnsta kosti 28 létust uppþoti í fangelsi norðurvesturhluta Mexíkó í nótt. Ekki er vitað hvort að fangaverðir og aðrir starfsmenn fangelsisins séu í hópi hinna látnu en tveir fangaverðir særðust. Yfirvöld segja ástæðuna fyrir uppþotinu vera uppgjör milli tveggja klíka í fangelsinu. Einungis er vika síðan að fangelsisstjórinn varaði við því að illa gæti farið þar sem fangelsið væri yfirfullt. Hann óskaði jafnframt eftir því að hættulegustu fangarnir yrðu fluttir í annað fangelsi.

Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafa um 12 þúsund manns fallið í valinn, þar á meðal fjölmargir lögreglu- og hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×