Erlent

Berbrjósta konum snarfækkar á dönskum baðströndum

Konum sem ganga um berbrjósta á opinberum strandsvæðum í Danmörku hefur snarfækkað frá því á síðustu öld.

Fjallað er um málið í Ekstra Bladet en þar er vitnað í tvo strandverði, annan í Kaupmannahöfn og hinn í Árósum sem hafa sömu sögu að segja, það er að berbrjósta konur á ströndinni eru að heyra sögunni til.

John Allan Holm hefur verið strandvörður við Bellevue Strandbad fyrir norðan Kaupmannahöfn síðan 1978. Hann segir að þegar hann hóf þessa vinnu sína hafi margar konur gengið berbrjósta á ströndinni en fyrir um 15 árum fór sá siður að leggjast af og í dag er slíkt orðin sjaldgæf sjón á Bellevue Strandbad.

Sömu sögu segir Steen Nielsen sem hefur auga með strandgestunum á Den Permanente ströndinni við Árósir. Hvorugur þeirra hefur skýringu á því afhverju þessi þróun hefur átt sér stað en Nielsen segir að hugsanlega séu konur hræddari í dag við að sýna brjóst sín en áður var.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×