Enski boltinn

Enska deildin betri en sú ítalska

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn ítalski landsliðsþjálfari Ítala, Fabio Capello, reitti marga landa sína til reiði þegar hann sagði að allt við ensku deildina væri betra en ítalska deildin.

Capello segir að vellirnir á Englandi séu betri, öryggisgæslan sé betri, áhorfendur séu kurteisari og svo mæti fleiri á völlinn á Englandi.

Capello lét ummælin falla er hann fékk heiðursgráðu frá háskólanum í Parma. Á sama tíma börðust hinir öfgafullu stuðningsmenn Lazio við lögreglu og ruddust inn á æfingasvæði félagsins.

„Enska deildin hefur tekið við af þeirri ítölsku. Á Englandi finnur maður fyrir meira öryggi á vellinum. Fjölskyldufólk fer á völlinn þar og það er fallegt. Á Ítalíu eru hlutirnir ekki í lagi," sagði Capello.

„Vellirnir eru líka betri og þeir eru alltaf fullir af fólki. Á Ítalíu eru það öfgamennirnir sem ráða ríkjum."

Gazzetta Dello Sport var á meðal þeirra blaða sem sárnaði ummæli Capello og sagði að þjálfarinn hefði brugðist landinu.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×