Erlent

Hafa stöðvað mesta lekann

Ellefu ára piltur tínir upp olíuklepra.
Ellefu ára piltur tínir upp olíuklepra. fréttablaðið/ap
Seigfljótandi olía barst á norðvesturstrendur Flórídaskaga í gær, hálfum öðrum mánuði eftir að sprenging varð í olíuborpalli BP í Mexíkóflóa.

Sundfólk flýtti sér upp úr sjónum þegar því varð ljóst hvernig komið var, en fuglar áttu sér margir varla lífsvon eftir að hafa lent í olíunni.

Olíufélagið BP sagðist í gær loks hafa náð að stöðva mesta lekann úr olíubrunninum, þó enn streymi töluvert magn óhindrað út í hafið.

Olíulekinn gæti orðið sá versti í sögu Bandaríkjanna.- gb / sjá síðu 32




Fleiri fréttir

Sjá meira


×