Lífið

Þráir börn og mann fyrir 2015

Kelly Rowland. MYND/Cover Media
Kelly Rowland. MYND/Cover Media

Söngkonan Kelly Rowland, 29 ára, ætlar að gifta sig og eignast börn fyrir árið 2015.

Söngkonan, sem hefur ekki enn fundið ástina, segist stefna að því að stofna fjölskyldu innan fimm ára. 

„Vonandi verð ég gift þá. Ég er tilbúin að eignast börn núna," sagði Kelly.

Kelly, sem vinnur hörðum höndum að því að klára þriðju sólóplötuna sína, segir tónlistina hafa verið í fyrsta sæti hjá sér allt of lengi og fyrst núna er hún tilbúin að líta í kringum sig og gefa ástinni tækifæri.

„Ég elska vinnuna mína og að hafa nóg fyrir stafni. Þetta er það sem ég kann og er best í."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.