Erlent

Al Gore og Tipper eru að skilja

Al og Tipper meðan allt lék í lyndi.
Al og Tipper meðan allt lék í lyndi.

Íslandsvinurinn Al Gore og eiginkona hans Tipper Gore eru að skilja eftir 40 ára langt hjónaband.

Í bandarískum fjölmiðlum segir að samkvæmt tilkynningu frá þeim hjónum sé um sameiginlega ákvörðun að ræða og að þau muni styðja hvort annað eftir sem áður. Þau hjónin hafa jafnframt beðið fjölmiðla um að virða einkalíf þeirra.

Al og Tipper giftust í maí mánuði árið 1970. Tipper hefur stutt dyggilega við bakið á Al í pólitískum ferli hans en Al Gore er fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og bauð sig fram til forseta landsins árið 2000. Þau búa í Tennesse og eiga fjögur börn saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×