Draugahúsið við Tjörnina Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 14. janúar 2010 06:00 Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur húsnæðiskostnaður sem hlutfall af heildarkostnaði borgarinnar aukist úr 10 í 14% á kjörtímabilinu. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri reyndu í Fréttablaðinu sl. þriðjudag að réttlæta þessa hækkun á húsnæðiskostnaði sem farið hefur úr 4,6 milljörðum í 8,8 milljarða á ársgrundvelli á kjörtímabilinu. Það reyndist þeim erfitt enda óstjórn í húsnæðismálum borgarinnar á kjörtímabilinu verið algjör. Sem dæmi má nefna að borgin hefur undir þeirra stjórn flutt mikið af starfsemi sinni úr eigin húsnæði og leigir þess í stað húsnæði í háhýsi við Höfðatorg. Á síðasta ári flutti til dæmis öll fjármálaskrifstofa borgarinnar úr ráðhúsi Reykjavíkur á Höfðatorg. Fram að því hafði farið vel um starfsmenn fjármálaskrifstofu borgarinnar á annarri hæð ráðhússins. Engin starfsemi fluttist í ráðhúsið í staðinn og stendur það því hálfautt eins og formaður borgarráðs, Óskar Bergsson, staðfesti á síðasta borgarstjórnarfundi. Sama á við um annað húsnæði borgarinnar, borgin á til dæmis húsnæði við Tjarnargötu 12 en þar hafði innri endurskoðun aðsetur á jarðhæð, nú hefur innri endurskoðun verið flutt á Höfðatorg og jarðhæðin við Tjarnargötu 12 hefur staðið auð mánuðum saman. Það er ekki skrítið að húsnæðiskostnaður borgarinnar rjúki upp úr öllu valdi þegar menn leigja húsnæði undir starfsemi án þess að losa sig við það húsnæði sem borgin á og þarf sannarlega að kosta líka þótt það standi autt. Hvað ráðhúsi Reykjavíkur viðkemur er ómögulegt að átta sig á hvað meirihlutinn var að hugsa þegar hann ákvað að skynsamlegt væri að hálf tæma ráðhúsið og leigja húsnæði undir starfsemina út í bæ, varla er ætlunin að selja ráðhúsið. Maður hefði nú líka haldið að borgarstjóranum veitti ekki af því að hafa fjármálaskrifstofuna í næsta nágrenni á þessum síðustu og verstu tímum en kannski hæfir það betur Pollýönnuleiknum sem í gangi er í ráðhúsinu að hafa þar rúmt um sig og fjármálaskrifstofuna víðs fjarri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur húsnæðiskostnaður sem hlutfall af heildarkostnaði borgarinnar aukist úr 10 í 14% á kjörtímabilinu. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri reyndu í Fréttablaðinu sl. þriðjudag að réttlæta þessa hækkun á húsnæðiskostnaði sem farið hefur úr 4,6 milljörðum í 8,8 milljarða á ársgrundvelli á kjörtímabilinu. Það reyndist þeim erfitt enda óstjórn í húsnæðismálum borgarinnar á kjörtímabilinu verið algjör. Sem dæmi má nefna að borgin hefur undir þeirra stjórn flutt mikið af starfsemi sinni úr eigin húsnæði og leigir þess í stað húsnæði í háhýsi við Höfðatorg. Á síðasta ári flutti til dæmis öll fjármálaskrifstofa borgarinnar úr ráðhúsi Reykjavíkur á Höfðatorg. Fram að því hafði farið vel um starfsmenn fjármálaskrifstofu borgarinnar á annarri hæð ráðhússins. Engin starfsemi fluttist í ráðhúsið í staðinn og stendur það því hálfautt eins og formaður borgarráðs, Óskar Bergsson, staðfesti á síðasta borgarstjórnarfundi. Sama á við um annað húsnæði borgarinnar, borgin á til dæmis húsnæði við Tjarnargötu 12 en þar hafði innri endurskoðun aðsetur á jarðhæð, nú hefur innri endurskoðun verið flutt á Höfðatorg og jarðhæðin við Tjarnargötu 12 hefur staðið auð mánuðum saman. Það er ekki skrítið að húsnæðiskostnaður borgarinnar rjúki upp úr öllu valdi þegar menn leigja húsnæði undir starfsemi án þess að losa sig við það húsnæði sem borgin á og þarf sannarlega að kosta líka þótt það standi autt. Hvað ráðhúsi Reykjavíkur viðkemur er ómögulegt að átta sig á hvað meirihlutinn var að hugsa þegar hann ákvað að skynsamlegt væri að hálf tæma ráðhúsið og leigja húsnæði undir starfsemina út í bæ, varla er ætlunin að selja ráðhúsið. Maður hefði nú líka haldið að borgarstjóranum veitti ekki af því að hafa fjármálaskrifstofuna í næsta nágrenni á þessum síðustu og verstu tímum en kannski hæfir það betur Pollýönnuleiknum sem í gangi er í ráðhúsinu að hafa þar rúmt um sig og fjármálaskrifstofuna víðs fjarri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun