Lífið

Dagur Kári býr til kvikmyndastefnu undir áhrifum áfengis

Út með Dogma, inn með Black-Out Cinema, segir Dagur Kári.
Út með Dogma, inn með Black-Out Cinema, segir Dagur Kári.

Líkt og fólki er orðið kunnugt þá var heimildarmyndahátíðin Skjaldborg haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina.

Mikill fjöldi heimildarmynda var sýndur á hátíðinni og þar á meðal var ein leynimynd þar sem leikstjórinn Dagur Kári Pétursson sást tala í myndavél og virtist hann vera nokkuð kenndur. Dagur Kári talaði um nýja kvikmyndastefnu, Black-Out Cinema, og sagði það vera hið eina sannleiksbíóform en ekki hina vinsælu Dogma stefnu.

Black-Out Cinema á að gera undir áhrifum áfengis og líkt og nafnið gefur til kynna þá á leikstjórinn helst að vera í óminnisástandi og muna því ekkert eftir gerð myndarinnar daginn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.