Lífið

Abba gæti komið saman að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Ulvaeus og Benny Andersson, karlraddirnar úr Abba. Mynd/ AFP.
Björn Ulvaeus og Benny Andersson, karlraddirnar úr Abba. Mynd/ AFP.
Sönghópurinn sívinsæli Abba gæti komið saman að nýju. Hópurinn sem samanstendur af þeim Anni-Frid Lyngstad , Björn Ulvaeus, Benny Andersson and Agnetha Fältskog. Þau nutu gríðarlegra vinsælda eftir að hafa unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974. Þekktustu lögin þeirra eru Dancing Queen, Knowing Me, Knowing You og Super Trouper. Sönghópurinn hætti árið 1982.

Allar götur síðan hefur hópurinn verið mjög vinsæll en fjórmenningarnir hafa alltaf fullyrt að þau myndu aldrei koma saman aftur. Hins vegar ganga nú sögur um að þeim hafi verið boðinn einn milljarður bandaríkjadala fyrir hljómleikaferðalag.

Benny útilokar núna ekkert þegar hann er spurður út í mögulega endurkomu. „Já, hvers vegna ekki," segir Benny. Hann bendir á að Frida hafi nýlega verið við upptökur í hljóðveri. „Ef þú getur sungið þá syngurðu. Það er ekki svo slæm hugmynd," segir Benny í samtali við The Times.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.