Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 26. mars 2010 20:51 Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8.
Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira