Erlent

Clegg verður aðstoðarforsætisráðherra

Leiðtogar flokkanna hafa ákveðið að mynda ríkisstjórn sem verður fyrsta samsteypustjórnin í Bretlandi í 70 ár. Frjálslyndir demókratar fá fimm ráðherrastóla. Nick Clegg verður aðstoðarforsætisráðherra
Leiðtogar flokkanna hafa ákveðið að mynda ríkisstjórn sem verður fyrsta samsteypustjórnin í Bretlandi í 70 ár. Frjálslyndir demókratar fá fimm ráðherrastóla. Nick Clegg verður aðstoðarforsætisráðherra Mynd/AP

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, tók í gærkvöldi við embætti forsætisráðherra Bretlands. Fimm ráðherrar í nýju stjórninni koma úr röðum Frjálslyndra demókrata.

Eftir að Gordon Brown sagði af sér embætti í gær fór Cameron í Buckinghamhöll til þess að taka á móti stjórnarmyndunarumboði frá Elísabetu II drottningu Bretlands. Íhaldsmenn og Frjálslyndir demókratar hafa ákveðið að mynda nýja ríkisstjórn sem verður fyrsta samsteypustjórnin í Bretlandi í 70 ár.

Frjálslyndir demókratar áttu einnig í viðræðum við Verkamannaflokkinn en samningamenn flokksins segja að hugur hafi ekki fylgt máli og ljóst hafi verið að Verkamannaflokkurinn ætlaði ekki að fara í ríkisstjórnarsamstarf. Stjórnmálaskýrendur telja að þungavigtamenn innan Verkamannaflokksins hafi talið að best væri fyrir flokkinn að viðurkenna ósigur sinn og láta öðrum eftir stjórn landsins um sinn því komi upp erfiðleikar í samstarfi íhaldsmanna og demókrata þurfi hugsanlega þurfi að kjósa á nýjan leik.

Gengið verður frá formlegri stjórnarmyndun á næstu dögum en fyrir liggur að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, verður aðstoðarforsætisráðherra. Fjórir samflokksmenn hans taka einnig sæti í nýju stjórninni. Þá liggur fyrir að náinn félagi Camerons, George Osborne, verði fjármálaráðherra, og William Hague, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, taki við embætti utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×