Erlent

Óvæntur gestur á fimmtu holu

Óli Tynes skrifar
Gott högg, gott högg.
Gott högg, gott högg.

Það er alltaf ergilegt fyrir kylfinga að slá kúluna út í tjarnir. Í Townsville í Ástralíu er það líka varasamt þessa dagana. Því veldur ferskvatnskrókódíllinn Steve sem heldur til í tjörninni.

Talið er að Steve hafi skolað yfir í tjörnina þegar ár fóru yfir bakka sína í miklum rigningum í síðustu viku.

Fastagestir á golfvellinum eru ekkert að kippa sér upp við þetta því Steve er fimmti krókódíllinn sem kemur til þeirra með þessum hætti.

Krókódílar af þessari tegund eru ekki árásargjarnir og hörfa jafnan undan þegar kylfingar elta kúlu sína í áttina til þeirra.

Engu að síður er ekki talið æskilegt að hafa krókdódíl á þessum slóðum og því verður Steve fluttur aftur út í ána þegar einhver nennir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×