Njörður Njarðvík: Ný stjórnarskrá - nýtt lýðveldi Njörður Njarðvík skrifar 24. apríl 2010 10:41 Nú er liðið á annað ár síðan ég vakti athygli á nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi með alveg nýrri stjórnarskrá (fyrst í Silfri Egils 11.1.2009 og svo í grein í Fréttablaðinu 14.1.2009), - og benti á fordæmi Frakka. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir nú hversu hörmulega er komið fyrir okkur sem þjóð. Í raun og veru má segja, að bankahrunið (fjármálakreppan) sé ekki alvarlegast, heldur hrun traustsins. Allt brást. Spillingin hefur verið svo yfirgengileg, að okkur datt ekki í hug að svo gæti verið. Og nú þegar þetta hefur verið birt okkur áþreifanlega og opinberlega á ábyrgan hátt, treystir þjóðin hvorki stjórnvöldum né eftirlitsstofnunum: ekki Alþingi, ekki ríkisstjórn, ekki forseta Íslands. Þar með er stjórnkerfið, sjálft lýðveldið í raun hrunið. Nú ætti að blasa við öllum hugsandi mönnum, að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Við verðum blátt áfram að hugsa grundvöll tilveru þjóðarinnar upp á nýtt. Það verður ekki gert með neinni sýndarmennsku, smáskammtalækningum eða pólitískum heftiplástri. Þegar stjórnmálamenn bregðast, verður þjóðin sjálf að taka í taumana. Þess vegna er okkur nú lífsnauðsyn að kjósa stjórnlagaþing sem allra fyrst. Ekki til að lappa upp á gallaða stjórnarskrá, heldur til að semja nýja, alveg frá byrjun. Það eru einu skynsamlegu viðbrögðin. Það var gert í Þýskalandi eftir hrun nasismans, það var gert í Suður-Afríku þegar mannfjandsamleg kynþáttastefna beið loks ósigur. Og það þurfum við að gera í okkar ósigri eftir hrun hinnar ómanneskjulegu frjálshyggju. Það er eina leið okkar til að endurheimta reisn okkar sem þjóð og orðstír okkar meðal annarra þjóða. Til þessa stjórnlagaþings verður að vanda sérstaklega. Þar má enginn þingmaður sitja, enda má segja að þeir beri ansi margir mikla ábyrgð á því hvernig komið er og séu því hluti af vandanum. Þótt við blasi ýmsir þættir sem taka verður á í nýrri stjórnarskrá, eins og til dæmis hrein aðgreining hins þrískipta valds, löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, þá er fjölmargt annað sem þarf að huga að vandlega. Það verður því vandasamt hlutverk sem væntanlegu stjórnlagaþingi er falið. Þess vegna þarf þjóðin að vera árvökul þegar hún velur sér fulltrúa til þessa erfiða og flókna verkefnis sem svo mikið veltur á fyrir framtíð okkar. Brýnt er að ekkert verði ógert látið til þess að stjórnlagaþingið takist vel og skili þjóðinni vandaðri stjórnarskrá til góðrar leiðsagnar til nýrrar og betri framtíðar. Þeir brugðust sem síst skyldi og trúað var fyrir þjóðargæslu, hvorki meira né minna. Þeim mun ekki veitast auðvelt að ávinna sér traust. En sem betur fer á þjóð okkar fjölda góðra og vandaðra manna og kvenna sem er vel fær um að varða nýjan veg út úr öskuþoku gróðahyggjunnar. Margt af því fólki mun ekki trana sér fram, en það þurfum við nú að finna og leiða til öndvegis í nýrri endurreisn íslenskrar þjóðar. Göngum nú einu sinni hreint til verks. Hreinsum rækilega til í rústum þess lýðveldis sem hrundi - og stofnum svo nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðið á annað ár síðan ég vakti athygli á nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi með alveg nýrri stjórnarskrá (fyrst í Silfri Egils 11.1.2009 og svo í grein í Fréttablaðinu 14.1.2009), - og benti á fordæmi Frakka. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir nú hversu hörmulega er komið fyrir okkur sem þjóð. Í raun og veru má segja, að bankahrunið (fjármálakreppan) sé ekki alvarlegast, heldur hrun traustsins. Allt brást. Spillingin hefur verið svo yfirgengileg, að okkur datt ekki í hug að svo gæti verið. Og nú þegar þetta hefur verið birt okkur áþreifanlega og opinberlega á ábyrgan hátt, treystir þjóðin hvorki stjórnvöldum né eftirlitsstofnunum: ekki Alþingi, ekki ríkisstjórn, ekki forseta Íslands. Þar með er stjórnkerfið, sjálft lýðveldið í raun hrunið. Nú ætti að blasa við öllum hugsandi mönnum, að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Við verðum blátt áfram að hugsa grundvöll tilveru þjóðarinnar upp á nýtt. Það verður ekki gert með neinni sýndarmennsku, smáskammtalækningum eða pólitískum heftiplástri. Þegar stjórnmálamenn bregðast, verður þjóðin sjálf að taka í taumana. Þess vegna er okkur nú lífsnauðsyn að kjósa stjórnlagaþing sem allra fyrst. Ekki til að lappa upp á gallaða stjórnarskrá, heldur til að semja nýja, alveg frá byrjun. Það eru einu skynsamlegu viðbrögðin. Það var gert í Þýskalandi eftir hrun nasismans, það var gert í Suður-Afríku þegar mannfjandsamleg kynþáttastefna beið loks ósigur. Og það þurfum við að gera í okkar ósigri eftir hrun hinnar ómanneskjulegu frjálshyggju. Það er eina leið okkar til að endurheimta reisn okkar sem þjóð og orðstír okkar meðal annarra þjóða. Til þessa stjórnlagaþings verður að vanda sérstaklega. Þar má enginn þingmaður sitja, enda má segja að þeir beri ansi margir mikla ábyrgð á því hvernig komið er og séu því hluti af vandanum. Þótt við blasi ýmsir þættir sem taka verður á í nýrri stjórnarskrá, eins og til dæmis hrein aðgreining hins þrískipta valds, löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds, þá er fjölmargt annað sem þarf að huga að vandlega. Það verður því vandasamt hlutverk sem væntanlegu stjórnlagaþingi er falið. Þess vegna þarf þjóðin að vera árvökul þegar hún velur sér fulltrúa til þessa erfiða og flókna verkefnis sem svo mikið veltur á fyrir framtíð okkar. Brýnt er að ekkert verði ógert látið til þess að stjórnlagaþingið takist vel og skili þjóðinni vandaðri stjórnarskrá til góðrar leiðsagnar til nýrrar og betri framtíðar. Þeir brugðust sem síst skyldi og trúað var fyrir þjóðargæslu, hvorki meira né minna. Þeim mun ekki veitast auðvelt að ávinna sér traust. En sem betur fer á þjóð okkar fjölda góðra og vandaðra manna og kvenna sem er vel fær um að varða nýjan veg út úr öskuþoku gróðahyggjunnar. Margt af því fólki mun ekki trana sér fram, en það þurfum við nú að finna og leiða til öndvegis í nýrri endurreisn íslenskrar þjóðar. Göngum nú einu sinni hreint til verks. Hreinsum rækilega til í rústum þess lýðveldis sem hrundi - og stofnum svo nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun