Innlent

Árni aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO

Valur Grettisson skrifar
Árni M. Mathiesen
Árni M. Mathiesen

Árni M. Mathiesen hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Hann mun stýra sviði sjávarútvegs og fiskeldis hjá FAO. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Róm.

Samkvæmt tilkynningu frá Jacques Diouf, forstjóra FAO, tók Árni til starfa í dag.

Ísland er eitt stofnríkja Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (Food and Agriculture Organization of the United Nations, FAO) sem var sett á fót árið 1945. Aðildarríki FAO eru 191 en 49 þjóðir eiga sæti í FAO-ráðinu.

Á vettvangi FAO sinna íslensk stjórnvöld einnig málum, sem varða hagsmuni Íslands í sjávarútvegi, landbúnaði og þróunarsamvinnu.

Sjávarútvegsmál hafa á síðustu árum orðið umfangsmeiri og mikilvægari málaflokkur hjá FAO.

Stofnunin er eini alheimsvettvangurinn fyrir sjávarútvegsmál og gegnir því afar miklu hlutverki fyrir allar fiskveiðiþjóðir.

Ísland hefur átt fastafulltrúa hjá stofuninni frá 1998 en skrifstofa fastanefndarinnar hefur verið færð frá Róm til Íslands í sparnaðarskyni.

Starfið er ekki á vegum utanríkisráðuneytisins. Árni naut samt stuðnings ráðuneytisins við umsókn sína.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi fjármálaráðherra vill vinna í Róm

Árni M. Mathiesen hefur sóst eftir starfi hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ekki hefur fengið staðfest hvort hann hafi fengið starfið en samkvæmt bloggsíðu blaðamannsins, Eiríks Jónssonar, þá hefur hann fengið starfið og mun starfa í Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×