Innlent

Heimssýn vill rétta myndina

Páll 
Vilhjálmsson
Páll Vilhjálmsson
Tölvupósturinn sem Nigel Farage, Evrópuþingmaður og formaður Breska sjálfstæðis­flokksins, sendi á kollega sína að beiðni Heimssýnar, samtaka andstæðinga Evrópusambandsaðildar Íslendinga, var hugsaður í því skyni að gefa fólki rétta mynd af stöðu mála hér á landi.

Þetta segir Páll Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar og höfundur bréfsins, sem bendir á að utanríkisráðuneytið hafi einungis haldið á lofti afstöðu ráðherrans í málinu.

„Ég sendi þennan texta vítt og breitt með ósk um frekari dreifingu,“ segir Páll. „Utanríkisráðuneytið hefur ekki endurspeglað aðra afstöðu en Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem er aðildarsinni. Þar með er hætta á að umheimurinn fái brenglaða mynd af vilja þjóðarinnar.“ - sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×