Fremstu menn verð að sýna skynsemi 27. júní 2010 08:54 Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag. Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag.
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira