Erlent

Aðeins 89 metrar eftir niður að námuverkamönnunum í Chile

Björgunarmenn í Chile eiga nú aðeins 89 metra ófarna með bor að ná til námuverkamannanna þrjátíu og þriggja sem lokaðir hafa verið inn í 700 metra djúpri námu síðan í byrjun ágúst.

Reiknað er með að borinn nái til námuverkamannanna á morgun að því er segir í frétt á CNN. Þegar holan nær til mannanna þarf að klæða hana að innan áður en hafist verður handa við að ná mönnunum upp, einum í einu.

Reiknað er með að fyrsti námuverkamaðurinn muni líta dagsins ljós að nýju á næstu tveimur til tíu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×