Erlent

Endeavour á leið til jarðar

Geimferjan Endeavour. Mynd/ AFP.
Geimferjan Endeavour. Mynd/ AFP.
Geimferjan Endeavour hélt til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir tíu daga dvöl í geimnum. Geimfararnir fluttu síðasta stóra hlutann í geimstöðina og hjálpuðu íbúum hennar við að tengja hann við stöðina.

Nýi hlutinn er kallaður Tranquility en einnig var settur upp einhvers konar útsýnispallur með stórum hvolfdum glugga sem gefur starfsfólki geimstöðvarinnar einstakt útsýni til jarðar.

Í ljósi fyrri óhappa í geimnum, mun áhöfn geimferjunnar í dag nota fjarstýrða bómu með myndavél til að skoða flaugina hátt og lágt í leit að mögulegum sprungum í hlífðarskyldi flaugarinnar. En Endeavour er væntanleg til jarðar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×