Krónunni kastað og bíóið búið 28. janúar 2010 06:00 Silja Hauksdóttir skrifar um niðurskurð í kvikmyndagerð Umræður um yfirvofandi niðurskurð hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV hafa verið háværar upp á síðkastið og verða það áfram þangað til úr er bætt. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn skilja og virða að það verður að skera niður í þeirra grein, rétt eins og öðrum listgreinum. Hins vegar er vert að benda á að meðaltal niðurskurðar í öðrum greinum er um 5 prósent. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er niðurskurðurinn um 35 prósent. Mikill niðurskurður á framlögum til kvikmyndagerðar er ekki einungis óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur í ljósi þess að hver sem króna ríkið veitir til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar, skilar sér þrefalt til fjórfalt til baka í formi erlends fjármagns og skattatekjum ríkisins af launum og sölu á þjónustu sem tengjast greininni. Landsbyggðin hagnast ekki síður með ferðaþjónustu við kvikmyndagerðarfólk og aukningu á ferðamönnum í kjölfar landkynningar. Þetta er því ekki aðeins hrópandi mismunun á menningargreinum, heldur einnig sérlega óskynsamleg og vanhugsuð aðgerð sem eyðileggur fjölmennan iðnað. Yfirlýsing RÚV í framhaldinu um að draga stórlega úr innkaupum á innlendu efni eru ekki aðeins svik á þjónustusamningi við ríkið, heldur einnig við eigendur stofnunarinnar, Íslendinga. Þjóðin á skýlausan rétt á því að fá að heyra í eigin röddum, sjá eigin sögur og byggja upp brotna sjálfsmynd á erfiðum tímum. Slík uppbyggingarstarfsemi kostar fé, en í tilviki kvikmyndagerðar skilar það sér alltaf margfalt til baka til samfélagsins. Ef litið er til velgengni íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka síðustu ár, má sjá að nær allir Íslendingar hafa notið afraksturs opinberra framlaga til kvikmyndagerðar. Það er því sorgleg mótsögn að stjórnvöld sem kenna sig við félagslegan jöfnuð taki að sér að aflífa list- og iðngrein, sem þjónar, upplýsir og skemmtir hvað flestum Íslendingum. Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skammsýn niðurskurðaráform sín á hendur íslenskri kvikmyndagerð með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er leikstjóri og starfar við kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Silja Hauksdóttir skrifar um niðurskurð í kvikmyndagerð Umræður um yfirvofandi niðurskurð hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV hafa verið háværar upp á síðkastið og verða það áfram þangað til úr er bætt. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn skilja og virða að það verður að skera niður í þeirra grein, rétt eins og öðrum listgreinum. Hins vegar er vert að benda á að meðaltal niðurskurðar í öðrum greinum er um 5 prósent. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er niðurskurðurinn um 35 prósent. Mikill niðurskurður á framlögum til kvikmyndagerðar er ekki einungis óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur í ljósi þess að hver sem króna ríkið veitir til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar, skilar sér þrefalt til fjórfalt til baka í formi erlends fjármagns og skattatekjum ríkisins af launum og sölu á þjónustu sem tengjast greininni. Landsbyggðin hagnast ekki síður með ferðaþjónustu við kvikmyndagerðarfólk og aukningu á ferðamönnum í kjölfar landkynningar. Þetta er því ekki aðeins hrópandi mismunun á menningargreinum, heldur einnig sérlega óskynsamleg og vanhugsuð aðgerð sem eyðileggur fjölmennan iðnað. Yfirlýsing RÚV í framhaldinu um að draga stórlega úr innkaupum á innlendu efni eru ekki aðeins svik á þjónustusamningi við ríkið, heldur einnig við eigendur stofnunarinnar, Íslendinga. Þjóðin á skýlausan rétt á því að fá að heyra í eigin röddum, sjá eigin sögur og byggja upp brotna sjálfsmynd á erfiðum tímum. Slík uppbyggingarstarfsemi kostar fé, en í tilviki kvikmyndagerðar skilar það sér alltaf margfalt til baka til samfélagsins. Ef litið er til velgengni íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka síðustu ár, má sjá að nær allir Íslendingar hafa notið afraksturs opinberra framlaga til kvikmyndagerðar. Það er því sorgleg mótsögn að stjórnvöld sem kenna sig við félagslegan jöfnuð taki að sér að aflífa list- og iðngrein, sem þjónar, upplýsir og skemmtir hvað flestum Íslendingum. Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skammsýn niðurskurðaráform sín á hendur íslenskri kvikmyndagerð með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er leikstjóri og starfar við kvikmyndagerð.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar