Krónunni kastað og bíóið búið 28. janúar 2010 06:00 Silja Hauksdóttir skrifar um niðurskurð í kvikmyndagerð Umræður um yfirvofandi niðurskurð hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV hafa verið háværar upp á síðkastið og verða það áfram þangað til úr er bætt. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn skilja og virða að það verður að skera niður í þeirra grein, rétt eins og öðrum listgreinum. Hins vegar er vert að benda á að meðaltal niðurskurðar í öðrum greinum er um 5 prósent. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er niðurskurðurinn um 35 prósent. Mikill niðurskurður á framlögum til kvikmyndagerðar er ekki einungis óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur í ljósi þess að hver sem króna ríkið veitir til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar, skilar sér þrefalt til fjórfalt til baka í formi erlends fjármagns og skattatekjum ríkisins af launum og sölu á þjónustu sem tengjast greininni. Landsbyggðin hagnast ekki síður með ferðaþjónustu við kvikmyndagerðarfólk og aukningu á ferðamönnum í kjölfar landkynningar. Þetta er því ekki aðeins hrópandi mismunun á menningargreinum, heldur einnig sérlega óskynsamleg og vanhugsuð aðgerð sem eyðileggur fjölmennan iðnað. Yfirlýsing RÚV í framhaldinu um að draga stórlega úr innkaupum á innlendu efni eru ekki aðeins svik á þjónustusamningi við ríkið, heldur einnig við eigendur stofnunarinnar, Íslendinga. Þjóðin á skýlausan rétt á því að fá að heyra í eigin röddum, sjá eigin sögur og byggja upp brotna sjálfsmynd á erfiðum tímum. Slík uppbyggingarstarfsemi kostar fé, en í tilviki kvikmyndagerðar skilar það sér alltaf margfalt til baka til samfélagsins. Ef litið er til velgengni íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka síðustu ár, má sjá að nær allir Íslendingar hafa notið afraksturs opinberra framlaga til kvikmyndagerðar. Það er því sorgleg mótsögn að stjórnvöld sem kenna sig við félagslegan jöfnuð taki að sér að aflífa list- og iðngrein, sem þjónar, upplýsir og skemmtir hvað flestum Íslendingum. Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skammsýn niðurskurðaráform sín á hendur íslenskri kvikmyndagerð með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er leikstjóri og starfar við kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Silja Hauksdóttir skrifar um niðurskurð í kvikmyndagerð Umræður um yfirvofandi niðurskurð hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV hafa verið háværar upp á síðkastið og verða það áfram þangað til úr er bætt. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn skilja og virða að það verður að skera niður í þeirra grein, rétt eins og öðrum listgreinum. Hins vegar er vert að benda á að meðaltal niðurskurðar í öðrum greinum er um 5 prósent. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands er niðurskurðurinn um 35 prósent. Mikill niðurskurður á framlögum til kvikmyndagerðar er ekki einungis óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur í ljósi þess að hver sem króna ríkið veitir til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar, skilar sér þrefalt til fjórfalt til baka í formi erlends fjármagns og skattatekjum ríkisins af launum og sölu á þjónustu sem tengjast greininni. Landsbyggðin hagnast ekki síður með ferðaþjónustu við kvikmyndagerðarfólk og aukningu á ferðamönnum í kjölfar landkynningar. Þetta er því ekki aðeins hrópandi mismunun á menningargreinum, heldur einnig sérlega óskynsamleg og vanhugsuð aðgerð sem eyðileggur fjölmennan iðnað. Yfirlýsing RÚV í framhaldinu um að draga stórlega úr innkaupum á innlendu efni eru ekki aðeins svik á þjónustusamningi við ríkið, heldur einnig við eigendur stofnunarinnar, Íslendinga. Þjóðin á skýlausan rétt á því að fá að heyra í eigin röddum, sjá eigin sögur og byggja upp brotna sjálfsmynd á erfiðum tímum. Slík uppbyggingarstarfsemi kostar fé, en í tilviki kvikmyndagerðar skilar það sér alltaf margfalt til baka til samfélagsins. Ef litið er til velgengni íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka síðustu ár, má sjá að nær allir Íslendingar hafa notið afraksturs opinberra framlaga til kvikmyndagerðar. Það er því sorgleg mótsögn að stjórnvöld sem kenna sig við félagslegan jöfnuð taki að sér að aflífa list- og iðngrein, sem þjónar, upplýsir og skemmtir hvað flestum Íslendingum. Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skammsýn niðurskurðaráform sín á hendur íslenskri kvikmyndagerð með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er leikstjóri og starfar við kvikmyndagerð.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun