Handbolti

Höfum aðeins unnið fjóra af fimmtán leikjum um sæti á stórmótum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland tapaði gullleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Ísland tapaði gullleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Mynd/AFP
Það hefur ekki gengið vel hjá íslenska handboltalandsliðinu í leikjum um sæti á stórmótum en strákarnir okkar mæta Pólverjum klukkan 14.00 í dag í leiknum um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í Austurríki.

Íslenska landsliðið hefur tapað báðum leikjum sínum um bronsverðlaun á stórmóti, fyrst fyrir Frökkum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og svo fyrir Dönum á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002.

Íslenska landsliðinu tókst fyrst að vinna leik um sæti á HM í Kumamoto 1997 en fram að því hafði liðið tapað öllum átta leikjum sínum um sæti á stórmótum.

Frá þessum tímamótasigri á móti Egyptum 1997 hefur íslenska landsliðið unnið þrjá af sex leikjum sínum um sæti, leik um 11. sæti á EM í Króatíu 2000 og leik um 7.sætið á HM 2003 en sá sigur færði liðinu sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 þar sem liðið vann leik um 9.sætið.



Leikir Íslands um sæti á stórmótum


ÓL 2008 - Leikur um gullið

23-28 tap fyrir Frökkum



HM 2007 - Leikur um 7. sætið


36-40 tap fyrir Spánverjum



Ól 2004 - Leikur um 9. sætið


29-25 sigur á Brasilíumönnum



HM 2003 - Leikur um 7. sætið


32-27 sigur á Júgóslövum



EM 2002 - Leikur um bronsið


22-29 tap fyrir Dönum

EM 2000 - Leikur um 11. sætið

26-25 sigur á Úkraínu

HM 1997 - Leikur um 5. sætið

23-20 sigur á Egyptum

HM 1993 - Leikur um 7. sætið

21-22 tap fyrir Tékkum

ÓL 1992 - Leikur um bronsið

20-24 tap fyrir Frökkum



HM 1990 - Leikur um 9. sætið


23-29 tap fyrir Frökkum



ÓL 1988 - Leikur um 7. sætið


Tap fyrir Austur-Þjóðverjum í vítakeppni

HM 1986 - Leikur um 5. sætið

22-24 tap fyrir Spánverjum

ÓL 1984 - Leikur um 5. sætið

24-26 tap fyrir Svíum



ÓL 1972 - Leikur um 11. sætið


18-19 tap fyrir Japönum



HM 1961 - Leikur um 5. sætið


13-14 tap fyrir Dönum

Samantekt: 15 leikir, 4 sigrar, 11 töp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×