Stjórnlagaþing eða sjónarspil? Sveinn Valfells skrifar 26. nóvember 2010 09:50 Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar