Stjórnlagaþing eða sjónarspil? Sveinn Valfells skrifar 26. nóvember 2010 09:50 Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar