Stjórnlagaþing eða sjónarspil? Sveinn Valfells skrifar 26. nóvember 2010 09:50 Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing á Íslandi er löngu tímabært. Stjórnarskráin er leifar frá dönsku nýlendustjórninni sem velkst hefur í höndum hins spillta flokkakerfis um áratuga skeið án nauðsynlegra endurbóta. Stjórnlagaþing sem nú fer í hönd er hins vegar um margt meingallað. Boðað er til þess með allt of stuttum fyrirvara fyrir kjósendur að kynna sér málefni. Frambjóðendur fengu mjög stuttan frest til að bjóða sig fram, einnig er mjög skammur tími til kynna sér þau fjölmörgu framboð sem komu fram. Nýja stjórnarskrá á að leggja beint fyrir þjóðina. Alþingi á ekki að fjalla um niðurstöðuna eins og lögin um stjórnlagaþing kveða á um. Alþingi er ekki lýðræðislega kosið, kjósendum er mismunað eftir búsetu og atkvæði þeirra bundin við flokkslista. Kosningakerfið býður einnig upp á mismunun. Það er flókið í útreikningum og hefur ekki verið notað á Íslandi áður. Í þessu kerfi geta þekktir og vel skipulagðir frambjóðendur sem benda á meðframbjóðendur ýtt til hliðar öðrum og náð hópi fólks inn á þingið og verulegum ítökum á þinginu. Dæmi sem stillt er upp á vefnum kosning.is sýnir þetta ágætlega. Kosningakerfið verður þá ekki persónukosning heldur dulbúin listakosning. Slík dulbúin listakosning með stuttum fyrirvara hentar best þeim hagsmunasamtökum sem þegar hafa mikil ítök í íslensku þjóðfélagi, ekki síst stjórnmálaflokkum sem kunna að smala bæði frambjóðendum og kjósendum með stuttum fyrirvara. Reynir Axelsson stærðfræðingur hefur áður bent á að það veki „ugg og tortryggni" hve skammur frestur er gefinn til framboðs til stjórnlagaþings og til undirbúnings þjóðfundar. Það dulbúna listakerfi sem valið hefur verið til kosninganna hentar núverandi flokksmaskínum og vekur enn frekari efasemdir um undirbúning og umgjörð þingsins. Lög um stjórnalagaþing voru frumvarp forsætisráðherra, er tilviljun ein að svona var að málum staðið? Eina leið þeirra sem vilja ná fram umbótum á stjórnkerfi landsins og koma í veg fyrir að hin spilltu, gömlu öfl sem nú ráða nái verulegum ítökum á þinginu er fylkja sér á bak við þá frambjóðendur sem eru þekktastir og virtastir af þeim sem hafa gagnrýnt gamla kerfið og kjósa þá í efstu sæti. Í næstu sæti á eftir er best að kjósa þá sem þeir þekktustu í hópi gagnrýnenda benda á. Kjósendur sem vilja Nýtt Ísland mega alls ekki kjósa neina frambjóðendur sem hafa mikil og náin tengsl við núverandi flokka, til dæmis fólk sem tekið hefur þátt í prófkjörum flokkanna undanfarin ár eða gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir núverandi eða síðustu ríksstjórn. Frambjóðendur sem eru innmúraðir og innvígðir í gamla flokkakerfið eru ekkert annað en Trójuhestar, þeir munu engu breyta sem máli skiptir. Ef gamlir flokksjálkar ná undirtökum á þinginu breytist ekkert, þá verður áfram óstjórn og spilling, sukkað verður með lífeyri landsmanna og náttúran lögð undir orkuver sem framleiða niðurgreidda raforku handa stórfyrirtækjum með skattaívilnanir. Vonandi verður þetta stjórnlagaþing eitthvað meira en sjónarspil, eitthvað meira en tugga gömlu, spilltu flokkanna sem hent er upp í þjóðina til að hafa hana góða. Vonandi leggur það drög að betra þjóðfélagi. Vonandi munu sem flestir Íslendingar kjósa.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar