Erlent

Handtóku ísraelskan njósnara í Póllandi

Mahmoud al-Mabhouh
Mahmoud al-Mabhouh

Pólsk yfirvöld handtóku mann í byrjun júní sem þau gruna að sér njósnari á vegum Ísraelsmanna. Hann er grunaður um að tengjast morðinu á Hamasliðanum Mahmoud al-Mabhouh í Dubaí í janúar á þessu ári.

Fjölmiðlar segja manninn heita Uri Brodsky. Þjóðverjar taka þátt í rannsókninni á málinu vegna þess að einn þeirra sem er sagður tengjast morðinu á al-Mabhouh var með þýskt vegabréf.

Sagt er að Ísrael hafi staðið að morðinu en stjórnvöld í Ísrael þvertaka fyrir það og segja að engar sannanir séu fyrir því að það sé satt.

„Það er núna Pólverja að ákveða hvort þeir ætla að framselja hann (Uri Brodsky)," segir talsmaður alríkissaksóknara í Þýskalandi.

Pólsk yfirvöld hafa ekkert gefið upp hvað þau ætla að gera.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×