Erlent

Fjörutíu manns létu lífið í byssubardögum í Mexíkó

Frá borginni Chihuahua
Frá borginni Chihuahua Mynd/AFP
Hátt í fjörutíu manns létu lífið í byssubardögum milli glæpagengja í tveimur borgum Mexíkó á fimmtudag. Þá gengu byssumenn berserskgang í borginni Chihuahua þar sem 19 manns létu lífið og fjórir særðust. Tuttugu aðrir létu lífið eftir að vopnaðir menn létu til skara skríða í borginni Ciudad Madero sama dag.

Í báðum borgum hafa verið uppi deilur um yfirráð yfir svæðum og smyglleiðum á milli glæpagengja. Allt bendir til þess að þeir sem létu lífið í borgunum séu allt meðlimir þekktra glæpagengja. Árásirnar áttu sér stað á fimmtudagskvöld en um þær var ekki tilkynnt fyrr en í gærkvöldi. Talið er að um 30 byssumenn hafi gert árásirnar á sex stórum trukkum, en árásir sem þessar eru ekki óalgengar í undirheimum Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×