Erlent

Haldið áfram að bora þrátt fyrir aðvaranir

Óli Tynes skrifar
Borpallurinn Deep Horizon í björtu báli.
Borpallurinn Deep Horizon í björtu báli. Mynd/AP

Olíurisinn British Petroleum hefur viðurkennt að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð á síðustu klukkustundunum áður en borpallurinn á Mexíkóflóa sprakk í loft upp.

Ellefu manns fórust í sprengingunni og olía heldur áfram að streyma út í hafið.

Það var fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins sem fulltúar BP viðurkenndu mistökin. Mælitæki hefðu sýnt að eitthvað mikið væri að í olíulindunum.

Ekki hefði verið fylgst nógu vel með gasútstreymi og haldið áfram að bora þrátt fyrir aðvaranir frá sjálfvirkum tækju. Tveim klukkustundum síðar sprakk borpallurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×