Enski boltinn

Giggs sendur í röntgenmyndatöku í kvöld - gæti verið handleggsbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs umkringdur Villa-mönnum í leiknum í kvöld.
Ryan Giggs umkringdur Villa-mönnum í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, meiddist á handlegg í 1-1 jafntefli United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er jafnvel óttast að hann sé handleggsbrotinn. Giggs var því sendur upp á spítala í röntgenmyndatöku

Ryan Giggs meiddist á 74. mínútu leiksins eftir samstuð Steve Sidwell hjá Aston Villa. Hann hafði áður lagt upp jöfnunarmark liðsins í fyrri hálfleik en James Collins skoraði þá í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Giggs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×