Segir viðskipti Baugsfélags „fjárhættuspil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2010 18:30 Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. Sólin skín ehf. var í eigu Baugs Group, Fons, Glitnis og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. Félagið var stofnað á haustmánuðum 2007 utan um framvirkan samning þar sem tekin var staða í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Sólin skín var úrskurðuð gjaldþrota í lok síðasta árs. Glitnir banki er að gera kröfu upp á 11 milljarða króna og Baugur Group upp á rúma 3 milljarða króna. Páll Kristjánsson, héraðsdómslögmaður og skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, segir að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga verið þannig að menn hafi veðjað hvor gegn öðrum. Krafa Glitnis í þrotabúið sé í raun veðmál sem hafi unnist. Hann segir að þessi viðskipti hafi í raun og veru ekki verið neitt annað en fjárhættuspil. Páll segir að viðskipti Sólarinnar skín við Glitni geti varla flokkast undir eðlilega viðskiptahætti. Kröfur í þrotabúið nema núna 15 milljörðum króna en félagið var starfrækt í 381 dag. Það þýðir í reynd tap upp á 1,6 milljónir króna á klukkustund, alla daga ársins. Páll segir morgunljóst að hinn almenni viðskiptamaður Glitnis hefði ekki fengið að gera eins samning við bankann og Sólin skín fékk að gera, en Glitnir var að stærstum hluta í eigu þeirra sömu og áttu Sólina skín. Stefán Hilmarsson, sem var stjórnarformaður Sólarinnar skín, baðst undan viðtali en sagði að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga hafi verið í samræmi við reglur bankans. Hann hafnaði ásökunum um fjárhættuspil og sagði að viðskiptin hafi ekki falið í sér áhættu umfram almenna markaðsáhættu með fjármálagerninga. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, sem var dótturfélag Baugs, segir viðskipti félagsins við Glitni banka um hlutabréf í Marks & Spencer ekkert annað en fjárhættuspil. Þrotabúið er eignalaust en heildarkröfur í búið nema fimmtán milljörðum króna. Sólin skín ehf. var í eigu Baugs Group, Fons, Glitnis og breska kaupsýslumannsins Kevin Stanford. Félagið var stofnað á haustmánuðum 2007 utan um framvirkan samning þar sem tekin var staða í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer. Sólin skín var úrskurðuð gjaldþrota í lok síðasta árs. Glitnir banki er að gera kröfu upp á 11 milljarða króna og Baugur Group upp á rúma 3 milljarða króna. Páll Kristjánsson, héraðsdómslögmaður og skiptastjóri þrotabús Sólarinnar skín, segir að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga verið þannig að menn hafi veðjað hvor gegn öðrum. Krafa Glitnis í þrotabúið sé í raun veðmál sem hafi unnist. Hann segir að þessi viðskipti hafi í raun og veru ekki verið neitt annað en fjárhættuspil. Páll segir að viðskipti Sólarinnar skín við Glitni geti varla flokkast undir eðlilega viðskiptahætti. Kröfur í þrotabúið nema núna 15 milljörðum króna en félagið var starfrækt í 381 dag. Það þýðir í reynd tap upp á 1,6 milljónir króna á klukkustund, alla daga ársins. Páll segir morgunljóst að hinn almenni viðskiptamaður Glitnis hefði ekki fengið að gera eins samning við bankann og Sólin skín fékk að gera, en Glitnir var að stærstum hluta í eigu þeirra sömu og áttu Sólina skín. Stefán Hilmarsson, sem var stjórnarformaður Sólarinnar skín, baðst undan viðtali en sagði að viðskipti félagsins við Glitni með framvirka samninga hafi verið í samræmi við reglur bankans. Hann hafnaði ásökunum um fjárhættuspil og sagði að viðskiptin hafi ekki falið í sér áhættu umfram almenna markaðsáhættu með fjármálagerninga.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira